top of page
Í THE CINEMA eru sýndar náttúrulífsmyndir sem framleiddar eru af  Lífsmynd kvikmyndagerð ehf.

Kvikmyndasýningar hafa verið í sýningarsalnum daglega frá árinu 2010 samkvæmt auglýstri dagskrá
en vegna Covid-19 takmarkanna á árinu 2020 hefur verið lokað. (Sjá myndir tengdar starfseminni). 
 
Í sumar verður opið samkvæmt auglýstri dagskrá en hægt er að setja sýningu af stað utan þess tíma þar sem starfsfólk kvikmyndagerðarinnar eru oft á staðnum - og þá eru dyrnar opnar.

Endilega hringið ef frekari upplýsinga er þörf - eða þið eruð mætt á staðinn og dyrnar eru lokaðar. 
Valdimar, sími: 899 7953; Bryndís, sími: 863 0939.
Netpóstur: cinemano2@lifsmynd.is
 
Upplýsingar um sýningatíma mynda eru á síðunni
Our films
Hægt er að fá að sjá aðrar myndir ef það rekst ekki á við auglýsta dagskrá og aðra gesti. 


Á síðunni Find us eru upplýsingar um staðsetningu bíósins.

Á enska hluta vefsíðunnar eru frekari upplýsingar um starfsemi okkar og þjónustu.

Fimmvo%CC%88r%C3%B0uha%CC%81ls%2C+VL.jpg
Margar mynda okkar hafa verið gerðar með erlenda ferðamenn til Íslands í huga en þeir Íslendingar sem horft hafa á heimildamyndir okkar hafa verið mjög ánægðir og gjarnan sagt eitthvað á þá leið að þetta hafi þeir ekki vitað um Ísland eða myndirnar hafa vakið athygli þeirra á að heimsækja þá staði sem þeir sjá í myndunum. (Nokkrar myndir eru þó með íslensku tali). Í myndinni: 
BIRTH OF AN ISLAND - the making of Iceland 

​er útskýrt hvernig Ísland varð til í eldgosum á löngum tíma, hvers vegna svo mikil eldvirkni er á landinu og hvernig náttúruöflin eru sífellt að móta landið okkar. 


SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ SÝNISHORN ÚR MYNDINNI

MYNDIR FRAMLEIDDAR AF LÍFSMYND KVIKMYNDAGERРEHF

THE ERUPTION!

- EYJAFJALLAJÖKULL

Heimurinn vaknaði upp við illan draum við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, því flugsamgöngur stöðvuðust á um 300 flugvöllum einhvern tíma á meðan á því stóð. 
Í þessari mynd sjáum við þau ógnaröfl sem losnuðu úr læðingi við gosið - sem og þá fegurð sem sjá má í eldgosum. 

Sýnt er frá gosinu á Fimmvörðuhálsi og í jöklinum sjálfum, tekið úr lofti og á jörðu niðri. 
 

Ekkert tal er í myndinni en Karl Örvarsson tónskáld samdi við hana áhrifaríka tónlist. Lengd: 12 mínútur.
Innifalin á Chasing the Northern lights DVD disknum.
 

ÞINGVALLAVATN

- Á mörkum austurs og vesturs

Þingvellir og Þingvallavatn á sér sérstakan stað í hugum flestra Íslendinga, enda landslagið og fegurð þess einstæð. 
Vatnið sjálft býr einnig yfir sérstökum eiginleikum, eins og Þingvallableikjan ber með sér og sagt og sýnt er frá með neðanvatnsmyndum. 
Smellið til að skoða sýnishorn

Dr. Pétur M. Jónasson hefur rannsakað svæðið og gefið út um það merka bók. Pétur kemur fram í myndinni og talar um vatnið og náttúruna á svæðinu. 
Einnig er fylgst með lífi bænda við vatnið sem og öðru sem áhuga vekur, s.s. fuglalífinu og minkaveiðum. 

Það tók Valdimar fimm ár að kvikmynda og framleiða myndina og hlaut hann verðlaun umhverfisráðuneytisins fyrir myndina árið 2000.  
Lengd: 55 mínútur 
Tal: íslenska, enska

Format: DVD All Region / PAL
Diskur: 2.900 kr. 

 

HVER VAR JÓNAS?

​- MYND UM JÓNAS HALLGRÍMSSON
 

Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar þann 16. nóvember 2007 gerði Lífsmynd heimildarmynd um „ástmögur Íslands” – skáldið, náttúrufræðinginn og Fjölnismanninn Jónas Hallgrímsson.

Í myndinni er leitast við, á lifandi og léttan hátt að varpa ljósi á hinar mörgu hliðar Jónasar og því sem hann áorkaði á sinni skömuu ævi – ekki síst er leitast við að varpa ljósi á þann mann sem Jónas hafði að geyma.
Margir viðmælendur koma fram og leggja sitt af mörkum til að dýpka myndina af Jónasi - og Hallgrímur Helgason, skáld og myndlistarmaður, rappar hið magnaða ljóð Jónasar ,,Óhræsið". 
Myndin var sýnd í Sjónvarpinu á afmælisárinu en er nú fáanleg á DVD-diski. 

 

Lengd: 55 mínútur

Tal: íslenska
Format: DVD All Region / PAL
DVD diskur: 2.900 kr. ​

 

CHASING THE NORTHERN LIGHTS 

Hvernig skyldi standa á því að fólk flykkist til Íslands yfir vetrarmánuðina hvaðanæva að úr heiminum?
Von um að sjá norðurljósin er það sem dregur flesta hingað, þótt það sé aðeins lítil von til þess að fólk sjái ljósin á meðan á dvöl þess stendur. 
Smellið til að skoða sýnishorn

Í þessari stuttu mynd fylgjum við einum þekktasta ljósmyndara Íslands, Ragnar Th. Sigurðssyni, þegar hann heldur út í óvissuna í von um að ná frábærum myndum af norðurljósunum. Hann er að vinna bók um norðurljósin og grípur því hvert tækifæri sem gefst til að ná af þeim myndum - og kvikmyndavélin fylgir honum eftir. 
Ragnar fer einnig oft með erlenda ljósmyndara um landið til að kenna þeim sitt hvað um sem snertir myndatökur af ljósunum - og áhorfendur fá einnig að kynnast þessari hlið.  Inn á milli birtist svo afrakstur ferða Ragnars - ótrúlega flottar myndir af ljósunum og stjörnunum þjóta um himinhvolfið.
Lifandi grafískar myndir, unnar af Jóni Axeli Egilssyni, skýra hvað þarf til úti í himingeimnum til að við sjáum ljósin. Sérsamin tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar kórónar svo fegurðina. 
Bónus: myndin um Þórsmörk og gosið í Eyjafjallajökli fylgir með (= 3 myndir á disknum). 

Lengd: 15 mínútur
Tal: íslenska og enska.
Format: DVD All Region / PAL
DVD diskur: 3.990 kr. 

 

THORSMÖRK

- THE HIDDEN VALLEY OF THOE

Myndin sýnir töfra Þórsmerkur á öllum árstíðum. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur með meiru, leiðir áhorfendur um þennan töfraheim og útskýrir margt af því sem fyrir augun ber. 

Smellið til að sjá sýnishorn 

Þórsmörk og nánasta umhverfi er meðal fegurstu staða landsins. Þrátt fyrir illfærar ár flykkjast ferðamenn þangað til að njóta töfra Merkurinnar. Myndin um Þórsmörk sýnir hinar stórkostlegu andstæður landslagsins milli Markarfljóts og jökla.
Þórsmörk og nágrenni er töfrandi heimur jafnt sumar sem vetur – ógleymanleg náttúruperla í skjóli jökla.

 
 

Lengd: 43 mínútur
Tal: íslenska, enska og þýska.

Format: DVD All Region / PAL
DVD diskur:  2.900 kr.
Einnig innifalin á Chasing the Northern lights DVD disknum. 

Hekla
HEKLA

- gosin frá 1947-2000

Hekla hefur í aldanna rás verið frægasta eldfjall Íslands. Á miðöldum var því trúað að Hekla væri inngangurinn að helvíti. Frá um 1970 hefur Hekla gosið á u.þ.b. 10 ára fresti en síðasta gosið var árið 2000 svo nú telja margir að ekki geti verið langt í næsta gos. Elstu myndskotin eru frá 1947 og voru kvikmynduð af engum öðrum en Guðmundi frá Miðdal, sem var ekki síður slingur kvikmyndasmiður en leirmyndasmiður. Á þeim tíma fóru menn ekki jafn gætilega í návist eldgosa og nú - eins og sést á því hversu hættulega nærri gosinu fólkið er.  Síðan fylgja myndskeið af þeim gosum sem orðið hafa síðan og áhrifarík tónlist unfir. Valdimar er svo í starholunum að stökkva til um leið og fréttist af því næsta ...


Myndin er um 8 mínútur að lengd og fylgir á disknum með myndinni  BIRTH OF AN ISLAND - the making of Iceland, ásamt myndinni THE ERUPTION! um gosið í Eyjafjallajökli. 

 

FROSIN PARADÍS

- Á KAJAK VIÐ AUSTURSTRÖND GRÆNLANDS

Kvikmyndagerðarmaður slæst í hóp kajakræðrara sem eru á leið í róðrarferð um Austurfirði Grænlands. Ferðin hefst í þorpinu Kulusuk og þaðan er haldið á vit ævintýranna. Siglt er á milli risastórra ísjaka, sem eru á sífelldri hreyfingu svo hætt er á að bátarnir lokist inni. 
Í ferðinni er afskekkt þorp heimsótt og skyggnst inn í sögu Grænlendinga. Að auki er bankað upp á hjá Íslendingum sem sest hafa að í landi okkar næstu nágranna. Ferðalangarnir gæða sér á því sem landið og sjórinn gefur af sér, en meistarakokkar leynast í áhföfninni ...
Fegurðin, kyrrðin og stressleysið sem einkenna þetta ævintýralega land kemst vel til skila í þessari skemmtilegu mynd. 
 

Lengd: 50 mínútur

Tal: íslenska og enska
Format: DVD All Region / PAL
DVD diskur: 2.900 kr. 

 

BIRTH OF AN ISLAND

​- THE MAKING OF ICELAND


Myndin lýsir því hvernig Ísland varð til í eldgosi í hafi og útskýrir hvers vegna eldvirkni á Íslandi sé jafn mikil og raun ber vitni. 

​Einnig hvers vegna jarðhita er að finna á Íslandi, hvernig við nýtum hann og hvernig náttúruöflin hafa verið að móta landið fram til okkar dags - halda því áfram enn! Meðal annars er afar falleg myndasería af nokkrum fossum landsins. 
Í myndinni eru einnig myndir af öllum helstu eldgosum á landinu frá 1947-2011, s.s. í Heklu 1947, Surtsey og Vestmanneyjum, Eyjafjallajökli og frá gosinu í Grímsvötnum 2011. 

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ SÝNISHORN
ÚR MYNDINNI.

 

Lengd: 43 mínútur
Tal: Enska og  þýska

Format: All regions / PAL

Myndin er fáanlega á DVD diski, sem á eru einnig myndirnar The Eruption! Gosið í Eyjafjallajökli og Hekla; gosin 1947-2000 (sem eru með engu tali).
Verð: 3.990 kr. 

 

 
VATNAJÖKULSÞJÓÐ-GARÐUR

             

Vatnajökulþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Íslands - og Evrópu - en hann nær yfir um 13% af Íslandi.  Þegar ferðast er um þjóðgarðinn er hægt að kynnast öllu því besta sem náttúran hefur upp á að bjóða - líka því hrikalegasta eða hrjóstrugasta. Myndinni er skipt í fjóra hluta, þ.e. suður-, austur-, norður- og vestursvæði garðsins, sem hvert og eitt hefur upp á sín sérkenni að bjóða. Við að horfa á myndina hafa vaknað hjá áhorfendum löngum til að komast á helst alla þá staði sem myndin sýnir - og þá ekki síst Íslendingar, sem margir hverjir hafa ekki komið á fáförnustu en oft hvað fegurstu staðina!

Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld samdi tónlist við myndina. 
SMELLIÐ TIL AÐ SKOÐA SÝNISHORNMyndin var gerð fyrir tilstuðlan Vatnajökulsþjóðgarðs og Vina Vatnajökuls og er sýnd í gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Lengd: 50 mínútur.
Tal: íslenska og enska

Format: DVD All Region / PAL
Diskur: 2.900 kr. 

CHUKOTKA

​- Á ENDA VERALDARMyndin er um líf og vonir fólks á Chukotka-landsvæðinu við norðurheimskautsbaug í Síberíu, þ.e. á svipaðri breiddargráðu og Ísland.
Smellið til að skoða sýnishorn

Svæðið komst í kastljósið þegar auðjöfurinn Roman Abramovich var kosinn þar landstjóri árið 2000 en landsvæðið tilheyrir Rússlandi en hefur sjálfstjórn. En hvað tengir saman og aðskilur Ísland og Chukotka? Var öðruvísi að búa þarna eystra á tímum Sovétríkjanna sálugu? Hvað breyttist með tilkomu Romans Abramovich? Eru gróðurhúsaáhrifa farið að gæta á túndrunni og taigunni? 
Nokkrir Íslendingar fengu leyfi til að ferðast um svæðið, sem ekki er auðfengið, þar sem Ari Trausti Guðmundsson er sögumaður og er kvikmyndin afrakstur þeirrar ferðar. 

 

Lengd: 50 mínútur
Tal: íslenska / enska

Format: DVD All Region / PAL
DVD diskur: 2.900 kr. 
 

Myndir á DVD diski henta til sýninga um allan heim: Format: All Region / PAL

bottom of page